0 Meanings
Add Yours
Share
Q&A

Meistari á Skíðum Lyrics

Ég hitti hann
í bláfjöllum einn bjartan dag
útitekinn með kolsvart hár
töffaraglott á vörunum

Hann ruddist fram
fyrir mig við skíðalyftuna
ógeðslega öruggur með sig
ég hélt að það myndi líða yfir mig

Hann leit á mig
og ég roðnaði alveg niðrí tær
brosti til mín og bauð mér far
með sér í lyftunni upp á topp

Hann sagði mér
að hann væri skíðakennari
myndi kenna mér bæði brun og svig
ef hann bara mætti kyssa mig

Hann er meistari á skíðum x 4

Svo kysstumst við
og við þeystum saman hönd í hönd
niður allar bröttu brekkurnar
keyrðum niður gamlar kellingar

Svo fór ég heim
og hann sagðist myndu hringja í mig
nú sit ég við símann svekkt og sár
það eru liðin tuttugu og fimm ár

Hann var meistari á skíðum x8
Questions and Answers

Ask specific questions and get answers to unlock more indepth meanings & facts.

0 Meanings

Add your song meanings, interpretations, facts, memories & more to the community.