0 Meanings
Add Yours
Follow
Share
Q&A

17. Júní Lyrics

Hann stendur í þvögunni
á miðjum Austurvelli
í dag er afmæli og hann á sér eina ósk:
að finna sólskin kyssa kinn
og fá blöðru eins og hin
dreymir um sælgæti
og hoppukastalann

Hann vill ganga um með oss
og fá líka...

Candyfloss
á 17 júní
Candyfloss
á 17 júní
Hann langar í candyfloss
á 17 júní
Og kannsk´einn lítinn koss
á 17 júní

Krakkagrislingar
vita fæstir hver hann er
en hann heitir Jón og á afmæli í dag
Hann getur sig hvergi hreyft
og enga pulsu keypt
ekki haldið ræðu eða sungið lítið lag

Hann vill ganga um með oss
og fá líka...

Candyfloss
á 17 júní
Candyfloss
á 17 júní
Hann langar í candyfloss
á 17 júní
Og kannsk´einn lítinn koss
á 17 júní

Blöðrurnar svífa allt í kringum hann
en grípa þær hann ekki kann
Sjálfstæðið frá dönskum kóng hann vann
Stendur þarna daginn út og inn
Hefur staðið allan mánuðinn
Alveg síðan við settum hann á Austurvöllinn
0 Meanings

Add your song meanings, interpretations, facts, memories & more to the community.

Add your thoughts...
Questions and Answers

Ask specific questions and get answers to unlock more indepth meanings & facts.

Ask a question...